top of page

september

3. Barnaþing Forseti: Carlos Gulur ritari: Sonia Rauður ritari: Markús Börnin kusu í stjórn. Yfirþema þessa skólaárs er þátttaka, þannig að við tölum um hvernig við tökum þátt í daglegum athöfnum með öðrum og hvernig aðrir taka þátt í athöfnum með okkur. Við skoðuðum betur orðið þátttaka og lékum okkur með orðið. Við reyndum að finna orð sem lýsa orðinu eins og „að taka þátt í einhverjum leik“. Tilgangur þessa mánaðar var að nota orðið þátttaka í mismunandi samhengi svo börnin átti sig á hvernig þau geti verið þátttakendur í vetur. Umræðuefnin voru: Af hverju gengum við frá okkur þegar við erum búin að leika okkur? Er það sanngjarnt að hjálpa öðrum? Af hverju göngum við frá leikföngum eftir útivist? Af hverju ættum við að ganga frá disknum okkar eftir að við borðum?

september
bottom of page