top of page

október

Barnaþing 1.-2. Október Forseti: Pattý Rauður ritari: Karolina Gulur ritari: enginn Hvert barn talaði um það sem þau gerðu í vikunni varðandi þátttöku. Foreldrarnir hjálpuðu að skrifa á blað það sem börnin höfu gert og sumir tóku mynd af athöfnum. Verkefnin voru misjöfn en umræðurnar voru mjög skemmtilegar. Eitt barn hjálpaði til við að baða litla bróður, hjálpaði lika til að passa hann og gekk frá lego dótinu sínu. Barn 2 fór stundum út með ruslið, aðstoðaði pabba sinn við að ganga frá þvotti og lagði stundum á borð fyrir fjölskylduna. Barn 3 hjálpaði til við að taka til í herberginu sínu. Hún fékk líka tusku og þreif veggina. Svo hjálpaði hún til við að elda með því að skera sveppi. Hún hjálpaði lika stóru systur sinni að læra heima með því að hlusta á hana lesa. Eitt barn kom með verkefni frá systur sinni því að litla systir vildi taka þátt í barnaþinginu. Systirin hjálpaði til við að elda, með því að skera sveppi. Hún þreif líka veggina með blautum þvottapoka. Hún hjálpaði til að taka til með því að leika sér á meðan mamman tók til í kringum hana. Barn 4 er mjög duglegt að hjálpa mömmu og pabba við að passa litlu systur sína. Honum finnst gaman að hjálpa til við að elda kvöldmatinn. Hann er búinn að vera duglegur að taka til í herberginu sínu. Barn 5 var rosaleg dugleg að aðstoða systur sína heima. Hún hjálpaði henni að skipta um föt eftir leikskóla t.d. sótti bleyju og hárbursta ef það þurfti að greiða henni. Hún hjálpaði til við að ganga frá dótinu sínu/þeirra. Foreldra hennar segja að hún sé mjög dugleg að segja systur sinni draugasögur. Barn 6 var mjög dugleg að hjálpa til heima. Siðastliðna viku hjálpaði hún meðal annars við að að taka til í geymslunni, ryksuga og ganga frá hreinum þvotti inn í skápinn sinn og systur sinnar. Barn 7 var mjög dugleg að taka til í herberginu sínu. Hún átti stundum erfitt með að taka til undir rúminu en mammma hjálpa henni með það. Hún var mjög dugleg að hjálpa Maggý og strákunum í Engjaborg að taka til og ganga frá þó hún hefði ekki verið að leika sér þar. Og hún á mjög stórt hrós skilið. Hún fór líka með kassa með laufblöðum í og henti þeim út fyrir Maggý. Barn 8 hjálpaði mömmu að ganga frá eftir matinn og lagaði til í herberginu sínu. Barnaþing 15.-16. 10 Forseti: Pétur Ritari: Cristina Ritari: Robert Í upphafi var kosið í stjórn. Svo töluðum við um manneskjuna sem við aðstoðuðum í vikunni. Sumir hjálpuðu börnum á útisvæði, aðrir hjálpuðu ekki vegna þess að viðkomandi þurfti ekki hjálp. Aðrir hjálpuðu aðeins heima því þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að hjálpa okkur hér. Pattý spurði hvort þeim fyndist þeir fá aðstoð frá kennurunum á útisvæði og börnin sögðu já. 5 börn sögðu frá því þegar þau fengu hjálp. Pattý bað þá um að þeir yrðu að biðja um hjálp hvenær sem þeir þyrftu á henni að halda og að það væri mikilvægt að veita þeim hjálp sem þyrftu á henni að halda. Ég spurði börnin um dvölina í útiveru. Það var spurt hvort það væru einhver sérstök vandamál hjá strákum eða stelpum, hvort einhver væri að lemja eða stríða öðrum. Þegar börnin bentu á nokkur börn ræddum við um hver væri besta leiðin til að leysa það mál að barn sé að lemja aðra. Börnin lögðu til að segja STOPP en önnur sögðu að börnin hlýddu ekki. Við ákváðum að allir ættu að tala við kennarana í garðinum eða hringja í Pattý eða Kristínu Laufey til að ræða við börnin sem eru að skapa vandamál. Við ræddum líka hversu mikilvægt það er að vera vel vakandi til að hjálpa ungum börnum. Kosið var um það hvaða matur krökkunum þykir bestur: pítsa (7) grjónagrautur (4) ís (2) sleikjó (1) hamborgari (10) cheerios (1) appelsínugul súpa (3)

október
bottom of page