top of page

7. febrúar, 2024

7. febrúar, 5. Barnaþing Forseti: Nonni Guli rittarinn: Guðjón Rauði ritarinn: Markús Á þessum fundi fórum við yfir hlutverk þeirra sem stjórna fundinum: forsetans og tveggja ritaranna. Kennararnir spurðu börnin hvort þau hefðu eitthvað til að tala um. Þau neituðu því. Við byrjuðum á því að tala um það sem þau eru að gera í skólanum og spurðum börnin hvað er það áhugaverðasta sem þau eru að gera þar. Börnin sögðust hafa gaman af því að leika úti og öllu því sem er gert þar. Við fórum þá í gegnum ýmislegt sem er gert úti og fundum loks út að það væri gaman að leika í snjónum. Umræður: Umræðurnar snérust um að börnin léku sér í snjónum. börnin kvörtuðu yfir þv´að sumir væru að kasta snjó í aðra, meiða og skilja útundan í stað þess að leika saman. Það er ekki fallegt, sögðu þau. Nonni lagði til að velja stað þar sem hægt væri að kasta snjó án þess að önnur börn yrðu fyrir. Börnin ákváðu að ræða við skólastjórann til að spyrja hana hvort það væri hægt að hafa sérstakan stað til að leika sér með snjó. Þannig að börnin verði ekki trufluð. Athugasemdir: Þetta var góður fundur. í byrjun Markús átti erfitt með að vera með og hélt áfram að hreyfa sig og leit út fyrir að hafa lítinn áhuga á fundinum. Seinna með byrjaði hann þó að eiga samskipti við aðra á fundinum. Öll börnin tóku átt á endanum.

7. febrúar, 2024
bottom of page