Patricia Segura Valdes
BARNASÁTTMÁLI OG RÉTTINDASKÓLI

RÉTTINDASKÓLI
FRÁ PEÐI TIL PERSÓNU BARNARÉTTINDANÁLGUN
Þegar unnið er með börnum skal ávallt taka mið af aldri þeirra og þroska og alltaf skal hafa til hliðsjónar hvað er best fyrir barnið. Eftir því sem færni og þroski barna eykst er mikilvægt að umönnunaraðilar og aðrir fullorðnir einstaklingar tryggi velferð þeirra og að þau hljóti viðeigandi umönnun. Sökum þess að börn eru háð fullorðnum hefur það tíðkast í gegnum tíðina að meðhöndla börn sem „viðföng“ frekar en „þátttakendur“, líkt og þau séu peð á skákborði, færð til af fullorðnum, oft án virðingar fyrir getu þeirra til þátttöku.
Þetta á sérstaklega við um jaðarsett börn, þar á meðal börn með fötlun sem eru gjarnan ofvernduð og álitið að þau séu ófær um að tala sínu máli eða taka þátt í ákvarðanatöku. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að Barnasáttmálinn tók gildi hefur hann átt þátt í að umbreyta viðhorfi gagnvart börnum og barnæsku. Þau eru ekki lengur aðeins aðilar sem þarf að annast heldur líka þátttakendur í eigin lífi. Börn á öllum aldri njóta réttinda vegna þess að þau eru manneskjur. Þau verða ekki sjálfkrafa manneskjur – og öðlast þar með réttindi – á 18 ára afmælisdaginn. Á einföldu máli merkir þetta að koma skal fram við börn á sama hátt og fólk vill að komið sé fram við það sjálft.
Af virðingu, án mismununar, með hagsmuni og öryggi þeirra að leiðarljósi, með því að gefa þeim tækifæri til að ná fullum þroska, með stuðningi frá nærumhverfinu og með því að inna þau eftir skoðunum þeirra og virða þær Þrátt fyrir þær framfarir sem orðið hafa síðan
Barnasáttmálinn tók gildi, hvað varðar viðhorf til barna, þá er mikið verk enn óunnið. Það þarf að eiga sér stað allsherjar viðhorfsbreyting gagnvart börnum og það skiptir öllu máli í innleiðingu verkefnisins og heildarskólanálguninni. Allsherjar viðhorfsbreyting tekur tíma en grunninn að henni leggjum við með góðri réttindafræðslu fyrir börn og fullorðin.
BARNARÉTTINDANÁLGUN
Börn þurfa að sjálfsögðu að virða réttindi annarra. Þeim ber hins vegar ekki að uppfylla
neinar skyldur til þess að eiga réttindi sín. Börn eiga rétt á því að þekkja sín réttindi því þannig geta þau betur staðið vörð um þau. Með því að þekkja réttindi sín geta þau látið vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, hjálpað vinu sínum og öðrum börnum.
Þegar börn þekkjavsín réttindi gera þau sér líka grein fyrir því aðvréttindi þeirra geta skarast við réttindi annarra. Til dæmis eiga börn rétt á því að tjá sig en ef það sem barnið hefur að segja hefur skaðleg áhrif á aðra er það ekki í lagi því það brýtur þá gegn rétti hinna á vernd gegn ofbeldi. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvert öðru.
Ef börnum verður hins vegar á að virða ekki réttindi annarra, þurfa þau samt aldrei að hafa áhyggjur af því að missa réttindi sín, það gerist aldrei, alveg sama hvað. Það er nefnilega eins með réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum og önnur mannréttindi, þau eru meðfædd og skilyrðislaus eins og farið var yfir fyrr í þessari handbók. Þrátt fyrir þær framfarir sem orðið hafa síðan Barnasáttmálinn tók gildi, hvað varðar viðhorf til barna, þá er mikið verk enn óunnið. Það þarf að eiga sér stað allsherjar viðhorfsbreyting gagnvart börnum og það skiptir öllu máli í innleiðingu verkefnisins og heildarskólanálguninni. Allsherjar viðhorfsbreyting tekur tíma en grunninn að henni leggjum við með góðri réttindafræðslu fyrir börn og fullorðin.
RÉTTINDI MÍN ENDA ÞAR SEM RÉTTINDI ÞÍN BYRJA
My Rights

Describe your image

Describe your image

Describe your image

Describe your image

Describe your image

Describe your image

Describe your image

Describe your image

Describe your image








