Patricia Segura Valdes
28. febrúar, 2024
Forseti: Martín Guli ritarinn: Rúnar Rauði ritarinn: Charles Fundurinn var skemmtilegur og það var mikið í gangi. Ég kynnti tillögu til að fygljast með þátttöku barnanna. Börnin voru stöðugt að taka þátt í að setja sitt merki á borðið. Forsetinn og ritararnir hegðuðu sér rosalega vel jafnvel þó þau þurftu nokkrum sinnum að vera minnt á hlutverk þeirra. Forsetinn notaði hlutverkið til að æfa nöfn jafningja sinna. Umræður: Efnið sem varð fyrir valinu í dag var notkun hjóla innandyra. Rósa lagði til málefnið þar sem henni þótti mikilvægt að setja á reglur varðandi þetta. Nonni var ekki sammála því að hjólin ættu að vera við anddyrið þegar þau er ekki í notkun, reglurnar eins og hún mundi eftir þeim voru þannig að öll börnin ættu að setja hjól í geymslu eftir notkun. Patty kom með þá athugasemd að það er erfitt að halda hjólinu en það sé auðveldara að leyfa hverjum sem er að nota það þegar það er laust. Sum börnin og Kristín L. voru sammála þessu. Barnaþingið ákvað að leyfa öðrum að nota hjól sem ekki eru í notkun. Annað umræðuefnið sem var rætt á fundinum var lagt til af einum kennaranna sem ekki var á svæðinu. Það umræðuefni var stríðni og að skilja útundan. Í framhaldi af því spurði kennari hvort einhver hefði verið skilið útundan. Fjögur börn réttu upp hönd. Þrjú börn réttu upp hönd og gáfu til kynna að hafa ekki verið skilin útundan. Þar með sýnir vogin það að það er oftar sem einhver er skilinn útundan en ekki. Það var ákveðið að allir myndu vinna saman að því að engum þætti hann skilinn útundan og Barnaþingið mun taka umræðuefnið upp aftur í framtíðinni til að fylgjast með þróuninni. Athugasemdir: Það voru 12 börn í hópnum í dag. Það er betra að hafa færri börn á meðan þau eru að læra að sitja kyrr. Kennararnir ákváðu að nota töfluna en guli ritarinn þurfti að setja á hana mynd í hvert skipti sem einhver tók þátt.