top of page

28-29 október 2020

Barnaþing 29.10.2020 Barnaþingið kom saman til að undirbúa heimsmarkmiðin í vikunni. Börnin klipptu út merki markmiðanna. Síðan bjuggum við til stóra blöðru til að spjalla um jörðina. Barnaþingið var með öðruvísi sniði í dag því mér fannst mikilvægt að kanna þekkingu barna um jörðina áður en við reynum að safna spurningum um hvernig við getum bætt hana. Forseti: Kristín Rauður ritari: Benni Gulur ritari: Karl Ég spurði opninna spurninga og þau sem vildu svara réttu upp hönd. Eins og alltaf gaf forseti leyfi, rauði ritarinn hélt aga og sagði stopp þegar þurfti (4 sinnum í þetta skipti) og guli ritarinn taldi átkvæði þegar það átti við. · Hvernig er landið? o Það er kringlótt. Nei, það er eins og við sjáum það: svona venjulegt. Það fer hringinn, sólin fer hringinn til að hita það. · Hvað er á jörðinni? o Kýr, fólk, vatn, gras, fuglar og vírusar. · Hvað er í sjónum? o Fiskar, krókódílar, hákarlar og hvalir. · Hvert fer sjórinn? o Fiskurinn étur hann, hann fellur til jarðar. það þornar upp, eldist og deyr. · Hvert fer loftið? o Það fer hvergi. Það hverfur vegna þess að enginn notar það. · Hvernig öndum við? Þau gátu ekki svarað, svo að við gerðum öndunaræfingar. Við prófum að anda upp í loftið og höldum andanum í smá stund. Þegar þau gátu ekki hætt að anda svo ég útskýrði hvernig lungun virka. Eftir á skildu allir að loftið fer í líkama okkar, vatnið í salerninu fer beint í sjóinn, fiskurinn drekur sjóinn og við borðum fiskinn. Að lokum spurði ég spurninga: · Finnst þér mikilvægt að við borðum hollan mat? o Allir: já · Finnst þér mikilvægt að við drekkum hreint og heilbrigt vatn? o Þau sögðu öll já. · Finnst þér mikilvægt að við sjáum um loftið til að halda því hreinu? o Allir voru sammála um að ganga meira og nota bílinn minna. Við ræddum um feril sorps, og hvernig meirihluti þess lendir í sjó eða er grafið niður í jörðina. Allir vissu að fiskarnir éta ruslið og þau voru sammala um að það væri nauðsynlegt að spara plast og efni sem skaða dýrin. Síðasta spurning var í sambandi við leikskólann okkar: Hvað getum við gert betur til að minnka matarsóun? · Að kaupa minna af mat svo börnin taki ekki of mikið. · Drekka minna vatn.

28-29 október 2020
bottom of page