top of page

24. janúar, 2024

3. Barnaþing ​ ​ Forseti: Kristín L. Rauði ritarinn: Benni Gulli ritarinn: Markús Kennarar: Kristín L. og Pattý ​ Á þessum fundi voru börnin minnt á hlutverk þeirra sem stjórna fundinum: hlutverk forsetans og ritaranna tveggja. Patty bað Kristínu L. að vera forseti og fara í hlutverkaleik fyrir börnin. Kennararnir spurðu börnin hvort þau hefðu eitthvað til að tala um. Þau neituðu því. Forsetinn kom með tillögu að efni til að kjósa um, það fyrsta var Skótmói, sem fékk engin atkvæði. Næsta málefni var Fífan, sem fékk heldur ekki atkvæði, að lokum minntist hún á Björgunarsveitina og börnin höfðu áhuga á því málefni. Fundurinn var haldinn í Háholti, börnin voru glöð og spennt. Björgunarsveitin hafði verið í fréttum á Íslandi í vikunni á undan vegna snjófjlóðs sem varð á norðanverðu landinu. Einni ungri konu var bjargað úr snjónum. Fréttirnar opnuðu fyrir tækifæri til að ræða hvernig björgunaraðgerðir virka á Íslandi og börnin voru ánægð með að fá að lýsa því með hlutverkaleik hvernig þau myndu bjarga hundi eða manneskju. Þau sýndu mikinn áhuga og tíminn var mjög skemmtilegur. Börnin fóru viðar í að útskyra hvernig gætu þau hjálpa öðrum. Hvernig getum við hjálpa öðrum? Hvernig getum við losa hund sem er fastur í snjó? Við ræddum neyðarhringingar á Íslandi og Kristín Laufey. notaði andlitið sitt til að sýna þeim brellu til að muna neyðarnúmerið 112 = einn munnur + eitt nef + tvö augu. Börnin æfðu sig að herma eftir kenaranum og öll börnin lærðu handahreyfingar. Börnin skemmtu sér vel og fundinum var slitið efitr 20 mínútur. Athugasemdir: Kennararnir þurfa að koma með hugmyndir á fundina þar sem börnin eru ekki tilbúin til að taka þátt af sjálfsdáðum.

24. janúar, 2024
bottom of page