Undirbúningur
Fyrstu tvær vikur ágústmánaðar var elsta deild barna leikskólans skipt í þrjá litla hópa. Pattý bjó til hópa með aðstoð deildastjóra og þeir voru breytilegir til að gefa börnum og kennara tækifæri til að kynnast hvor öðrum betur og sjá hvaða börn vinna best saman.
Eitt af markmiðunum var að börnin fyndu að orðin þeirra hafa gildi í leikskólanum og að skoðarnir þeirra eru bæði velkomnar nauðsynlegar til að gera leiskskólann betri.
Börnin lærðu reglur og tilgang barnaþingsins sem verður haldið vikulega á skólaárinu 2020-2021.
Að skipta börnunum upp í smærri hópa er vandaverk sem felur í sér þekkingu barnanna á réttindum þeirra, skilning þeirra á orðaforðanum sem nota á í barnaþingi og að vita hvaða börn vinna vel saman.
Stundum fara þessir flokkar ekki saman. Af fenginni reynslu frá barnaþingum vetrarins 2019-2020, vitum við að þegar börn ætla að ræða saman og taka ákvarðanir um flókin mál verða þau að vera í hlýju andrúmslofti meðal traustra vina.
Börnin æfðu sig að vera í hlutverkum stjórnarinnar: forseti, rauður ritari og gulur ritari.
コメント