Útdráttur
Verkefnið sem fór fram í tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu sýnir hvernig fimm til sex ára gömul börn upplifðu breytingar sem gerðar voru í leikskólunum vegna COVID-19. Þátttakendur voru 23 börn á aldrinum fimm til sex ára. Í verkefninu voru notuð hópviðtöl, teikningar og samræður við deildarstjóra og sérkennara. Verkefnið var framkvæmt með leyfi skólastjóra og í samvinnu við fjóra kennara.
Hver leikskóli vann sjálfstætt og kennararnir skiptust á upplýsingum. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu frá 16. apríl til 10. maí. Niðurstöður sýndu að börnin upplifðu sig örugg og voru hamingjusöm innan veggja skólanna og þau héldu áfram að sinna daglegum verkefnum með gleði. Jafnvel þó að koma barnanna í skólann væri breytt þá veltu þau því ekki fyrir sér að þau væru að missa réttindi sín á skólalóð og efnivið til að leika með. Þvert á móti sýndu þau skilning á hættunni og traust til leiðbeininga foreldra sinna og starfsmanna skólans.
Niðurstöðurnar sýndu einnig að þau börn sem voru hrædd, vildu ekki að aðrir vissu það. Börn með sérþarfir aðlöguðust litlum hópum vel. Loks leiddi verkefnið í ljós að börnin söknuðu vina sinna og hversdagsleikans. Í ljósi velferðar barnanna voru stjórnendur beggja leikskóla ánægðir með þær ákvarðanir sem voru teknar og sögðust myndu gera það sama ef farsótt kæmi aftur til Íslands. Velferð barnanna er í fremsta forgangi meðal leikskólakennara.
Með því að safna saman skoðunum barnanna í mismunandi aðstæðum þá gefum við þeim tækifæri til að vera þátttakendur í þróun og umbótum á skólakerfinu. Þar að auki gefur það þeim til kynna að við látum okkur skoðanir þeirra varða og erum nægilega sveigjanleg til að hrinda af stað breytingum í átt að aukinni velferð þeirra í skólanum.
Comments