Rétt til heimilis, umönun og mennings.
Börnin byrjuðu að lesa bókina Rúnar góði, eftir Hönnu Borg. Eftir að hafa lesið fyrsta kafla ræddum við um mikilvægi fjölskyldu og hvernig fjölskyldan okkar er. Hvert barn lýsti fjölskyldu sinni á eftirfarandi hátt: Sum eiga mömmu og pabba en aðrir eiga tvær mömmur og tvo pabba og svo framvegis. Við tjáðum okkur um mismunandi mynstur fjölskyldna og að þrátt fyrir að vera ólíkar séu þær allar jafn mikilvægar. Eftir samtölin teiknuðu börnin fjölskylduna sína. Sumir teiknuðu pabba og aðrir mömmu. Öll börn eiga rétt á fjölskyldu, heimili, umönnun og hlýju.
Teikningarnar sýndu að börnin lögðu mismunandi áherslu á foreldra sína og fyrir suma voru systkinin mjög mikilvæg. Þegar við kláruðum að teikna töluðum við um börn sem eiga ekki foreldra og lausn samfélagsins á þessu: ættleiðingu. Ég sagði þeim að ég þekkti konu sem var ættleidd og ég spurði þau hvort þeir þekktu einhvern sem var ættleiddur. Börnin voru mjög hugsi yfir því, svo ég sagði þeim að líta í kringum sig á heima eða í leikskólanum ef það væri einhver sem þau þekktu sem væri ekki íslenskur og við myndum talað meira um þetta eftir jól.
Seinni hluta mánaðarins var talað um margtbreytileika í samfélaginu. Við töluðum um að sum börn fæðast í öðru landi en því sem þau alast upp í. Sum börn koma til Íslands þegar þau eru orðin stór og tala þá annað tungumál en íslensku og skilja ekki vini sína. Það getur því verið mjög erfitt fyrir þau að eignast vini. Börnin töluðu um nokkra kunningja sína sem ekki eru Íslendingar. Í hópnum okkar eru nokkur börn sem fæddust í öðru landi. þau fengu tækifæri til að segja okkur hvernig upprunaland og móðurmál þeirra er.
Börnin sögðu setningar á móðurmálinu og leyfðu okkur að heyra hvernig það hljómaði. Sum töluðu ítölsku og önnur spænsku. Börnin höfðu mjög gaman af því að hlusta og allir ákváðu að þeir ætluðu að heimsækja þessi lönd þegar þau yrðu fullorðin. Loks ræddum við um það að ekki eru öll börn eins. Sum börn eiga í vandræðum með að tala, sjá, heyra, hugsa eða ganga. Í sögu Rúnars gefur hann okkur dæmi um systur Rúnars sem fæddist þannig að hún gat ekki gengið. Hún hefur því notað hjólastól alla sína ævi. Við ræddum um mikilvægi þess að þessi börn fái að vera með okkur því þau þurfa líka einhvern til að leika við.
Comments