top of page
Writer's picturePatricia Segura Valdes

Október 2023



Í október höfum við talað um kosti þess að hlusta og láta í sér heyra, einnig mikilvægi þess að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Í byrjun sýndu sum börn lítinn áhuga á að kjósa. Afleiðingarnar af því að kjósa ekki voru þær að þau og vinir þeirra voru ekki virk í leiknum. Í öðru lagi hugmyndir barnanna, sem greiddu ekki atkvæði, unnu ekki á þingunum. Af þeim sökum (3. vika) : Börnin eru byrjuð að kjósa og hafa meiri áhuga á fundunum. (8. október). Rætt var um málefni þemaviku. Þemað verður: Barnasáttmálinn. Börnin voru beðin um að velja grein sem þeim fannst áhugaverðust. Pattý lýsti 8 réttindum. Eftir umræðu voru þrjár greinar valdar til atkvæðagreiðslu: Rétturinn til að eignast fjölskyldu. 2. Rétturinn til að leika sér. 3. Rétturinn til að lifa. Þegar atkvæðagreiðslan fór fram og sá réttur sem vann var: rétturinn til að leika sér. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða sýndar leikskólastjóranum svo að hún geti kynnt þær fyrir skólastjórninni.

Tillögur barnaþings fyrir þemavikuna eru að nota frjálsan og skipulagðan leik. 2. Að skreyta leikskólann með risaeðlum. Börnin langar að gera sjálf risaeðlurnar úr endurvinnsluefni. Einnig mæla þau með því að nota diskóljós og tónlist til skemmtunar.

Hvað varðar mat, þá leggur barnaþing til að borða hamborgara með súkkulaðisnúð og drekka kakó.









Comentarios


bottom of page