Börnin í skólanum lærðu um hvað hugtakið réttindi þýðir. Það tók smá á því orðið hefur einnig aðra merkingu. Ein stelpan sagði „meinarðu réttur? Eftirréttur? Hvað borðarðu eftir máltíðina?“ Við ræddum um hluti sem við getum gert, eins og að borða og dansa, munurinn er að annað er réttur okkar og hin persónuleg ákvörðun. Fyrir ung börn er mikilvægt að hluta orð niður í einfaldari mynd sem þau skilja. S
kilgreining barnanna fyrir orðið virðingvar í lok vikunnar eftirfarandi: að vera góð við mömmu og pabba. Og skilgreining setningarinnar virðingin sem við eigum skilið endaði með að vera: ástin sem mamma og pabbi veita mér.Þetta virtist vera góð lausn fyrir þriggja ára börn.
Næsta umræðuefni sem við skoðuðum var það góða við að eiga fjölskyldu og foreldra. Börn hitta önnur börn sem eiga líka mömmu og pabba. Þetta efni tengist því að öll börn hafi rétt til umhyggju og athygli. Við töluðum um hversu nauðsynlegt það er að þegar við skerum okkur gefi einhver okkur plástur. Að ef við erum þyrst gefi einhver okkur vatn.
Börnin hafa litla þekkingu á hugtökunum virðing og umhyggju en þau tengja hugtökin vel við fjölskyldu þeirra.
コメント