top of page
Writer's picturePatricia Segura Valdes

10. janúar, 2024

1. Barnaþing

Forseti: Markus

Rauði ritarinn: Pétur

Guli ritarinn: Ruri

Kennarar: Guðrún B. og Patty

Helmingur elsta hópsins hittist. Þingið hófst með því að útskýra fyrir börnunum tilgang fundarins: að tala um aðgerðir sem eiga sér stað í skólanum. Það geta verið útileikir, í samverutíma, á matartíma eða í íþróttum þegar börnin eru í Fífunni.

Megin hlutverk fundarins voru kynnt: Forseti er það barn sem stjórnar fundinum, sá sem gefur orðið með því að benda einstakling og segja nafn hans. Forsetinn velur einnig það efni sem er til umræðu. Guli ritarinn er það barn sem telur atkvæðin. Til þess má nota mismunandi aðferðir, með því að syngja, telja með tölum eða annað. Rauði ritarinn er það barn sem sem heldur aga og reglu á fundinum. Hann segir stopp, viðheldur kurteisislegu og virðingarverðu fasi þegar hann biður um þögn.

Á endanum völdu börnin fyrsta forsetann, gula ritarann og rauða ritarann. Fundinum er slitið og börnin fóru út að leika sér. Forsetinn og ritararnir fengu sitthvorn hattinn í samræmi við þá stöðu sem þau höfðu fengið: Forsetinn fékk grænann, Guli ritarinn fékk gulann og Rauði ritarinn rauðann hatt.

Athugasemd: Það væri betra að halda fundina í Háholti. Þar gætu börnin ef til vill setið þannig að þau hefðu meiri stjórn á sér.

Comentários


bottom of page