Nóvembermánuður hefur verið notaður við undirbúning og eflingu þemavikunnar sem í skólaárið 2020 verður: Heimsmarkmið.
Tilgangurinn með því að nota viku sérstaklega fyrir heimsmarkmið er að vekja meðvitund barna að þörfum jarðarinnar okkar, með það að markmiði að leita lausna til að ná þeim alþjóðlegu markmiðum sem lagt er til í sáttmálanum fyrir árið 2030.
Undirbúningur hófst tveimur vikum fyrir þemavikuna þar sem börn bjuggu til þrjár jarðir úr blöðrum og pappamassa. Börn Álfhóls og Víghóls tóku þátt í vinnunni.
• Fyrsta verkefnið var að skapa 3 jarðir úr blöðrum.
Eldri börnin sáu um að blása upp blöðrurnar og ákváðu hvað og hvernig við myndum nota þær. Yngri börnin sáu um að líma blöð á blöðrunnar til skiptis með yngri börnunum á sínum deildum. Einnri og hálfri viku síðar þegar blöðrurnar voru þurrar og tilbúnar tóku öll börnin þátt í að teikna löndin á þær.
• Annað verkefnið var að kynna myndir heimsmarkmiðsins fyrir börnin.
Kennarinn notaði teikningarnar sem vefin Sameinuðu þjóðanna mælti með fyrir hvert markmið. Myndirnar voru plastaðar og notaðar í ýmsum leikjum, til dæmis áttu börnin að giska á markmið út frá myndum eða þau fóru í minnisleiki með því að para saman myndirnar. Blöð í röndum með í litum markmiðanna voru hengd upp á veggi og hvert barn valdi sér markmið til að setja á blaðið sitt.
• Þriðja verkefnið var að leyfa börnin að búa til okkar jörð og fegra hana.
Fyrir þetta voru þau spurð:
Hvernig getur heimurinn verið fallegri?
Hér var unnið í hópum þar sem börnin teiknuðu óska jörðina sína. Hvert barn tók þátt og allir lögðu fram fallegar hugmyndir eftir aldri þeirra og skilningi. Eftir að börnin teiknuðu bað kennarinn þau að túlka teikningarnar. Það var skráð niður.
Í þemavikunni voru allar teikningarnar og jarðirnar þrjár hengdar upp í loft og á veggi skólans. Í Barnasáttmála umræðishópum voru markmiðin rædd. Við ræddum um hvað þurfum við að gera til að ná fram hinum góða heimi. Kennarinn og börnin völdu orð sem tengdust þessum mikilvægu markmiðum að bættri jörð, við skrifuðum orð og lékum okkur með hljóð starfanna. Orðin sem unnið var með voru:
súrefni, hreint vatn, gras, mamma, pabbi, jörð, stjarna, sól og tungl
Comments