Patricia Segura Valdes
Febrúar, 2024
Í febrúar töluðu börnin meira og samskipti innan hópsins jókust. Þau byrjuðu að hjálpa hvort öðru með hvatningum og samúð. Kennarinn notaði meiri tíma í það að teikna til að ýta undir það að börnin hugleiddu lesefnið. Einungis tvö barnanna teiknuðu myndir sem snéru að virðingu og samvinnu, hin teiknuðu regnboga og abstrakt línur. Börnin hafa sýnt meiri skilning á því sem snýr að hegðun og eiginleikum, svo sem virðingu og umhyggju. Sum barnanna sem eru eldri byrjuðu að hvetja og leiðrétta þau sem eru yngri. Flestar kennslustundirnar eiga sér stað hjá Smárakvám og við vinnum með myndum þar sem börnin lýsa rangri og réttri hegðun. Í þessum mánuði byrjuðu börnin að útskýra afhverju eitthvað sé rétt eða rangt, þau byrjuði líka að rökræða um það afhverju vöru þau að velja rétt hegðunamynstur ofan á ranga hegðun. Á sama tíma eru börnin að leika með skip. Í hvert skipti sem börnin lýsa yfir skoðun sinni eða tjá sig um eitthvað vinna skip, sem þýðir að þau sem tala meira fá fleiri skip og vinna leikinn. Lesefni: „Hugrekki" Steinnun Erla Sigurgeirsdóttir „Hetjubókin" Jóna Valborg Arnadóttir „Rúnar góði" Hanna Borg Jónsdóttir Lykil atriði: Samvinna Umhyggja