Patricia Segura Valdes
21. febrúar, 2024
Forseti: Gúðrun Guli ritarinn: K. N. Rauði ritarinn: Rúri Börnin gengu á lýðræðisfundinn á eftir A.G. Í dag var fyrsta skipti sem börnin kusu forseta og ritara. Kennararnir báðu þá sem vildu vera forsetar eða ritarar að rétta upp hönd. E. og K. réttu upp hönd og börnin kusu þau. Gúðrun var valin með fjórum atkvæðum gegn Ema og Rúri var valinn sem rauði ritarinn þar sem hann var með gifs. Vali var valinn sem guli ritarinn svo að hann taldi atkvæðin á fundinum. Vogin var sett á borð og á einni hliðinni var smekklegur skór og á hinni hliðinni, sem stóð fyrir það slæma, var skítugur vasaklútur. Hvert og eitt barn stóð upp og setti hlut á borðið sem tengdist báðum hliðum skoðana þeirra á Fífunni. Rúri var mjög góður ritari og fylgdist vel með hegðun barnanna. Umræður: Hvað var skemmtilegt og leiðinlegt í Fífunni? Við báðum börnin að nota vogina til að svara spurningunni. Niðurstöður: Úlfrún: gaman – stórfiskaleikur Pétur: gaman – að hlaupa (feiminn að svara) Víkingur: gaman að leika – stórfiskaleikur Nonni; stórfiskaleikur Gúðrun: gaman – að vera í stórfiskaleik Gunnhildur: gaman - að vera í stórfiskaleik Lucyna: gaman – að vera í fótbolta Ema: gaman – í stórfiskaleik Gúðrun leiddi þau vel í gegnum fyndinn og útskýrði hvað þau áttu að gera. Stundum Rúri var utan við sig og horfði annað. en Pattý hjálpaði honum að halda athygli á fundinum. Vali: gaman í stór fiskaleik. Rúri: leiðinlegt í Fífu. Þegar hann var spurður nánar út í það þá vissi hann ekki hvað það væri sem væri svona leiðinlegt. Lucyna skipti um skoðun og áttaði sig á því að það væri gaman í Fífu útaf stórfiskaleiknum. Á endanum sýndi vogin það að börnununum líkaði mjög vel að fara í stórfiskaleik og einungis eitt barnanna var á móti því. Pattý ákvað að við munum vinna að því að gera Fífuna skemmtilegri. Athugasemdir: Þegar málefnið er kynnt af kennurum er það víðara en það sem börnin velja. Í dag sögðu kennararnir Fífa og börnin þrengdu það niður í einn leik sem er leikinn í Fífunni. Þetta er gott dæmi um það hvernig börn hugsa.