Patricia Segura Valdes
Ágúst
Myndirnar gerðar af 2019-2020 börnum í Barnasáttmála tímann Undirbúningur Í ágústmánuði munu tveir elstu árgangar leikskólans fræðast um námsefni tengt réttindum barna og það sem við ætlum að fara yfir á skólaárinu 2020-2021. Pattý skiptir börnunum í breytilega hópa í ágúst til að gefa þeim, ásamt kennaranum, tækifæri til að kynnast hvort öðru betur og sjá hvaða börn vinna vel saman. Árgangarnir verða saman til að eldri börnin styðji þau yngri í félags- og málfærni. Kennurum frá hverri deild er velkomið að taka þátt í að byggja upp hópana en börnin höfðu lokaorðið þar sem samtöl og líðan hópanna skiptir máli fyrir lýðræðisleg samskipti og notalegt andrúmsloft. Eitt af markmiðum mánaðarins er að fara yfir orðaforða og kanna skilning barnanna á grunnorðum eins og: réttur, virðing, og vernd. Það er hægt að sjá kennsluáætlun fyrir veturinn með því að smella á krækjuna.